Dagur fjármálalæsis 18. september 2009

Fjármál eru ekki feimnismál

 

Markmið dags fjármálalæsis var að vekja athygli á fjármálalæsi og fá fólk til að hugsa og tala um fjármál sín.

Það þarf ekki að koma á óvart að samkvæmt rannsóknum er fjármálalæsi Íslendinga verulega ábótavant. Börnum er kennt að lesa, skrifa og reikna í skólum, en enn sem komið er hvílir fjármálalæsiskennsla nánast einvörðungu á herðum foreldra. Samkvæmt rannsóknum tala um tveir þriðju hluti foreldra við börnin sín um kynlíf en einungis þriðjungur uppfræðir þau um fjármál. Því má segja að fjármál séu orðin meira feimnismál en kynlíf.

 

Ráðstefna um fjármálalæsi 2009
- Fjármál eru ekki feimnismál -

 

Dagskrá

Breki Karlsson fjallaði um fjármálalæsi og framtíðina.

Páll Óskar Hjálmtýsson sagði frá reynslu sinni af peningum og peningaleysi.

Hugrún Ester Sigurðardóttir kynnti BSc-verkefni sitt: „Breytingar á fjármálalæsi meðal 18 ára íslenskra framhaldsskólanema milli áranna 2005 og 2009.“

Þóra Kristín Arnarsdóttir og Sigurlaug Sverrisdóttirkynntu BSc verkefni sitt: „Fjármálaráðgjöf: Er fjármálaráðgjöf fjármálafyrirtækja einstaklingsmiðuð?“

Lára Ómarsdóttir, fréttamaður, fjallaði um hagsýni og hamingju.

 

 

Ritgerðasamkeppni meðal framhaldsskólanema

- Fjármál eru ekki feimnismál -

 

Í tilefni af Degi fjármálalæsis efndu Morgunblaðið og Stofnun um fjármálalæsi til ritgerðasamkeppni meðal framhaldsskólanema. Efni ritgerðanna átti að tengjast yfirskrift dagsins sem var „Fjármál eru ekki feimnismál.“

Sigurvegari var Björn Már Ólafsson nemandi á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík

Verðlaunaritgerðin var birt í Morgunblaðinu.