Fé framundan

Ráðstefna um fjármálalæsi

9. september 2011

Fjármálablinda - Þörf á framtíðarsýn

 

Dagskrá

Helga Jónsdóttir, ráðuneytisstjóri efnahags- og viðskiptaráðuneytis setti ráðstefnuna 

Adele Atkinson, fjármálalæsissérfræðingur OECD: „Fjármálalæsi í heiminum“ Glærur 

Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi: „Fjármálalæsi Íslendinga“ Glærur

Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands: „Fjármálalæsi og hagstjórn“ Glærur

Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna: „Fá neytendur hlutlausar upplýsingar um fjármál?“ Glærur

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: „Atvinnulífið og fjármálalæsi“

Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja: „Góðar upplýsingar forsenda góðra ákvarðana“ Glærur

 

Róbert R. Spanó, prófessor, forseti lagadeildar Háskóla Íslands: „Skýr lög sem forsenda upplýstra ákvarðana“ Glærur

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins: „Hvernig verða verðmæti til?“ Glærur

Stefán Einar Stefánsson, formaður VR: „Fjármálalæsi og stéttarfélög“

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða: „Lífeyrissparnaður – fyrirhyggja til efri ára“ Glærur

 

Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands: „Er hagkerfið ofar okkar skilningi?”

Kristján Ólafur Jóhannesson, forstöðumaður á lánasviði Fjármálaeftirlitsins: „Hæfniskröfur til stjórnenda fjármálafyrirtækja“ Glærur

 

Breki Karlsson (samantekt og lokaorð)

Fundarstjóri var Guðmundur Gunnarsson dagskrárgerðarmaður

Ráðstefnunni var ætlað að stuðla að átaki um að bæta fjármálavitund í samfélaginu og finna leiðir sem best eru til þess fallnar að efla fjármálalæsi á Íslandi.  Aðgangur er ókeypis og öllum opin meðan húsrúm leyfir. Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið skraningar@ru.is.

Niðurstöður rannsókna sýna að Íslendingar hafi almennt litla þekkingu á hugtökum og eðli fjármála. Skilningur á fjármálum er hins vegar mikilvæg forsenda þess að bæta lífskjör í samfélaginu, stuðla að upplýstri umræðu og ákvörðunum og búa í haginn fyrir fjárhagslegt öryggi til framtíðar.

Á meðal fyrirlesara var dr. Adele Atkinson, einn helsti sérfræðingur heims um fjármálalæsi, en hún vinnur við rannsóknir og stefnumótun á fjármálalæsi hjá OECD. Hún er menntuð í hagfræði og endurskoðun og hefur doktorsgráðu í fjármálalæsi frá Háskólanum í Bristol. Adele hefur í ellefu ár stundað empirískar rannsóknir á fjármálum einstaklinga, menntun og stefnumótun í fjármálalæsi, og eftir hana hafa verið birtar yfir 30 greinar í ritrýndum tímaritum.

Ráðstefnan var afar vel sótt og tókst í alla staði vel.

Að ráðstefnunni stóð Stofnun um fjármálalæsi ásamt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Íbúðalánasjóði og fór hún fram í Þjóðmenningarhúsinu, 9. september 2011 kl. 9:15 – 14:30