Aflatún

 

Aflatún er námsefni fyrir börn og unglinga í fjármálalæsi, samfélagsábyrgð og frumkvöðlastarfsemi og nær til rúmlega milljón barna í tæplega 80 löndum.
Aflatún birtist nú í fyrsta sinn á íslensku en kennsluefni fyrir börn á aldrinum 8-9 ára er tilbúið til tilraunakennslu. Efnið hentar til kennslu í grunnskólum og á frístundaheimilum.
Námsefnið byggir á þeirri hugmyndafræði að börn séu fær um að breyta eigin lífi til hins betra og hafa góð áhrif á samfélag sitt. Sparnaður og skipulagning í fjármálum skipa stóran sess í námsefni Aflatún auk fræðslu um mannréttindi, umhverfisvernd og samfélagsábyrgð. Þá leggur Aflatún áherslu á frumkvæði og nýsköpun en eitt meginstef námsefnisins er að nemendur sameinist um, skipuleggi og framkvæmi samfélagslegt eða fjárhagslegt framtak sem hefur jákvæðar breytingar að leiðarljósi.
 

Hér er vefsvæði Aflatúns: www.aflatun.is