Áftur á forsíðu:
 

Logi Aflatún

 

Aflatún persónan er sameiningartákn allra Aflatún félaga í heiminum og alls staðar hafður í forgrunni. Aflatún er nokkurs konar goðsögn; eldhnöttur sem kom til jarðarinnar því hann var svo forvitinn um hvað væri að gerast hér. 

Aflatún var skapaður til þess að mynda vinatengsl á milli barnanna og námsefnisins. Hann hefur það meginhlutverk að leiða nemendur gegnum námsefnið og þá sérstaklega nemendur á aldrinum 6-9 ára. Í hinni íslensku útgáfu námsefnisins hefur hann fengið nafnið Logi Aflatún og einkunnarorð hans eru, í beinni þýðingu:

 
    „Greindu rétt frá röngu - kannaðu, hugsaðu, rannsakaðu og framkvæmdu.“[1]

Segja má að námsefnið dragi nafn sitt af honum en ekki öfugt. Nafnið Aflatún var valið af indverskum börnum á mótunarárum verkefnisins en Aflatún er nafn skrautlegrar persónu úr Bollywood kvikmynd sem börnin dáðu. Orðið sjálft er hins vegar af arabískum uppruna og merkir könnuður (e. explorer). Nafnið hefur einnig skírskotun til gríska heimspekingsins Platóns en Aflatún er hið arabíska nafn hans. Enskt heiti Aflatún er ritað Aflatoun en valið var að færa það til íslensks ritháttar til að koma í veg fyrir rugling, sér í lagi hjá yngri nemendum sem eru að byrja að lesa, auk þess sem réttur framburður orðsins næst þannig fram.

[1] Á ensku eru einkunnarorð hans: "Separate fiction from fact – explore, think, investigate and act."