Innskrá

Velkomin á heimasíðu Aflatún á Íslandi

Aflatún er námsefni fyrir börn og unglinga í fjármálalæsi, samfélagsábyrgð og nýsköpun, og nær til 1,3 milljón barna í 94 löndum. Efnið hentar einkar vel til kennslu í grunnskólum og á frístundaheimilum á Íslandi.

Námsefnið byggir á þeirri hugmyndafræði að börn séu fær um að breyta eigin lífi til hins betra og hafa góð áhrif á samfélag sitt. Sparnaður og skipulag fjármála skipa stóran sess í námsefni Aflatún auk fræðslu um mannréttindi, umhverfisvernd og samfélagsábyrgð. Þá leggur Aflatún áherslu á frumkvæði og nýsköpun en eitt meginstef námsefnisins er að nemendur sameinist um, skipuleggi og hrindi í framkvæmd verkefni sem hefur jákvæðar breytingar að leiðarljósi.

Tilraunakennsla í Bolungarvík

Haustið 2012 hófst tilraunakennsla Aflatún námsefnisins við Grunnskólann í Bolungarvík. Kennslan byrjaði afar vel og skemmtu nemendur og kennarar sér vel og fannst gaman í tímum. Farið var í gönguferðir um nágrenni skólans og samfélagið skoðað með öðrum augum en vanalega. Farið var í leiki og rætt saman um hvað nemendur ættu sameiginlegt. Þó þau vissu margt hvert um annað kom ýmislegt sekmmtilega á óvart. Eldri hóparnir unnu meira út frá samfélaginu, ræddu hvaða stöðu þeir gengdu í því og hvernig þeir gætu látið til sín taka. Eldri hóparnir ræddu jafnframt við fólk úr atvinnulífinu sem og bæjarstórn um Aflatún og hvernig nemendur og samfélagið gætu sameinað krafta sína til að bæta samfélagið, öllum til góða.


Hvernig get ég eða mín menntastofnun verið með?

Hafðu samband með því að senda tölvupóst til fe@fe.is.

Allir leiðbeinendur/kennarar sækja námskeið áður en þeir hefja kennslu námsefnisins þar sem farið er yfir inntak og kennsluaðferðir Aflatún námsefnisins. Næsta námskeið verður haldi haustið 2013 og er án endurgjalds. 

Námskeið fyrir leiðbeinendur 2012

Þann 6. og 7. september 2012 var haldið fyrsta námskeiðið fyrir tilvonandi leiðbeinendur og kennara Aflatúns. Leiðbeinendur voru Paul Moclair verkefnastjóri Afla-Academy og Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.

 

Aflatún á Íslandi

Útgefandi og tengiliður Aflatún á Íslandi er Stofnun um fjármálalæsi (www.fe.is).
Útgáfa Aflatún á íslensku er styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og Samfélagssjóði Landsvirkjunar 2012.