Bók & sjónvarpsþættir

Samstarf

 

Arion banki var aðalstyrktaraðili

Stofnun um fjármálalæsi er rekin fyrir sjálfsaflafé og því hefur verið leitað til hagsmunaðila sem hafa fjármálalæsi umbjóðenda sinna að leiðarljósi. Arion banki var aðalsamstarfs- og styrktaraðili Stofnunar um fjármálalæsi. Samstarfið var hluti af fræðsluátaki fyrir almenning sem bankinn stóð fyrir og leiddi stofnunin mótun fyrirlestra og námskeiða innan þess. Við þökkum Arion banka fyrir stuðninginn við eflingu fjármálalæsis á Íslandi. Samstarfinu lauk árið 2017.

 

Stofnunin er aðili að eftirtöldum samtökum:

 

Aflatoun

Aflatoun tvinnar saman fjármálalæsi, samfélagslega ábyrgð og frumkvöðlafræði fyrir börn. Með samfélags- og fjármálalæsismenntun, öðlast börn tól og tæki til að hafa jákvæð áhrif á líf sín og samfélaga sinna.
Í dag hjálpa Aflatoun og samstarfsaðilar þeirra börnum að læra um réttindi sín, sparnað og hvernig stofna eigi og reka fyrirtæki í samfélagsþágu í 79 löndum.

Vefur Aflatoun

 

ChildandYouth Finance International 

Stofnun um fjármálalæsi er stofnaðili að Child and Youth Finance International. Samtökin vinna að auknu fjármæalalæsi barna og er markmið þeirra er að veita 100 milljónum barna í 100 löndum aðgang að fjármálalæsismenntun og fjármálaþjónustu við hæfi fyrir árið 2015.

Vefur ChildandYouth Finance International 

 

International Network for Financial Education (OECD)

INFE var stofnað af OECD árið 2008 til að:
  -auka og efla vitund um mikilvægi fjármálalæsismenntunar  um allan heim;
  -skiptast á upplýsingum og skoðunum um áætlanir, verkefni, vandamál, rannsóknir og niðurstöður sem tengjast fjármálalæsismenntun;
  -skiptast á, greina og þróa góð og skilvirk verkfæri;
  -vera samráðsvettvangur greiningarvinnu OECD og annarra stofnana um fjármálalæsismenntun;
  -vera umræðuvettvangur á vegum OECD um alþjóðlegar reglur og góðar leiðir að markmiðum.

Vefur INFE