Bók & sjónvarpsþættir
« Ráðstefna um fjármálalæsi | Main | Ný bók »
Tuesday
Dec282010

Hvað er fjármálalæsi?

Fjármálalæsi er getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjárhagslega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklinga. Fjármálalæsi felur í sér getuna til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun.

Fjármálalæsi snýst um að sníða sér stakk eftir vexti.

Fjögur meginatriði fjármálalæsis:
1.      Eyddu minna en þú aflar.
2.      Láttu peningana vinna fyrir þig.
3.      Búðu þig undir hið óvænta.
4.      Peningar eru ekki allt