Bók & sjónvarpsþættir
« Stofnun um fjármálalæsi gefur alþingismönnum bókina Auði – hagfræði fyrir íslenska þjóð. | Main | Aflatún á Íslandi »
Wednesday
Sep182013

Rannsóknir

Stofnun um fjármálalæsi rannsakar nú áhrif fjármálalæsiskennslu á fjármálalæsi nemenda í 10 skólum á Íslandi. Gagnaöflun fer fram í tveimur lotum, fyrir og eftir kennslu, og síðan er kannað hvort og hvaða áhrif fjármálalæsiskennslan hefur. Niðurstaðna er að vænta um mitt ár 2014.

Stofnununin tók nýlega þátt í þróun og hönnun rannsóknar á fjármálalæsi í Rússlandi fyrir rannsóknamiðstöðina Demoscop Russia, en þar er markmiðið að kanna fjármálalæsi Rússa. Líklega er þetta ein stærsta og viðamesta rannsókn í fjármálaæsi sem gerð hefur verið og er frumniðurstaðna úr þeirri rannsókn að vænta haustið 2014.

Þá tók stofnunin þátt í ráðstefnu samtakanna Child and Youth Finance International í Istanbúl í júní og kynnti þar innlent og erlent rannsóknastarf sitt, en stofnunin á sæti í rannsóknaráði samtakanna.

Í júlí var stofnuninni boðið til Næróbí í Kenía, þar sem stofnunin kynnti rannsókn sína á löggjöf er gildir hér á landi um ófjárráða börn og verklagsreglur sem fyrirtæki og stofnanir hafa sett sér. Verkefnið var hluti af samstarfi stofnunarinnar við Child and Youth Finance International og Stichting Child Savings International.