Bók & sjónvarpsþættir
« Kunna 15 ára nemendur að fara með fé? | Main | Alþjóðleg fjármálalæsisvika 10.-17. mars »
Wednesday
Jul022014

Bensínsala í takt við himintunglin

Meniganotendur keyptu vörur og þjónustu á bensínstöðvum fyrir 11% lægri upphæð fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra en þá voru páskarnir á fyrsta ársfjórðungi.

Verslun minnkar meira en sem nemur lækkun á bensínverði

Að teknu tilliti til verðlækkana á bensíni, sem nam 7% samkvæmt Hagstofunni, dróst raunvelta Meniganotenda saman um u.þ.b. 4% á tímabilinu. Meðalkaup drógust saman sem nemur lækkun á bensínverði og því er ljóst að Meniganotendur keyptu að öllum líkindum jafn mikið af vörum í hverri ferð en greiddu minna fyrir þær. Þá versluðu notendur Meniga sjaldnar við bensínstöðvarnar samanborið við sama tímabil í fyrra.

Meiri samdráttur í sjálfsafgreiðslu

Ofangreindar tölur eiga við um öll kaup á bensínstöðvum, hvort sem er bensín eða aðrar vörur. Þar sem bensínverslun er langstærsti þáttur í verslun á bensínstöðvum landsins má með nokkurri vissu ætla að verslun Meniganotenda á bensínstöðvun endurspegli kaup landsmanna á bensíni. Salan dróst saman um 12,9% á sjálfsafgreiðslustöðvum (en þær selja aðeins bensín) og 9,4% á stöðvum með fullri þjónustu.

Velta úrtaksins í milljónum króna á bensínstöðvum landsins (öll sala - einnig smávara og skyndibiti) og breyting á milli ára. Júlí 2013 var mikill ferðamánuður og var töluvert mikil hækkun í samanburði við sama mánuð árið áður, eða um 10%. Á grafinu sést einnig mikill samdráttur á fyrsta fjórðungi, að apríl undanskildum, en þá var einmitt Páskahátíðin, eins og áður hefur komi fram.

Páskasalan hefur mikil áhrif

Hluta skýringarinnar er án efa að finna í tímatalinu sem við notum, því páskar féllu í lok mars í fyrra en eru núna í apríl. Páskar fylgja tungltímatali og er páskadagur ávalt fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægur á vori. Þannig féllu þeir á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en eru á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þar sem fólk er töluvert á ferli á bílum sínum um páska má segja að gangur himintunglanna ráði nokkru um bensínsölu.

Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr Menigahagkerfinu og unnar í samstarfi Meniga og Stofnunar um fjármálalæsi. Meniga hjálpar fólki að halda utan um fjármál heimilisins og eru notendur rúmlega 30.000 talsins. Aldrei er unnið með persónugreinanleg gögn í Meniga hagkerfinu.